VERKSVIÐ OG VINNUFERLI:

Einkenni hönnunar minnar eru einfaldleiki og tímaleysi.

Ég er fagmenntuð sem innanhússarkitekt frá Þýskalandi með sérhæfingu sem byggir á menntun, reynslu og hæfni á sviði innanhússarkitektúrs. Markmið mitt er að örva upplifun fólks á hönnun rýmiss og innviðum þess þar sem samband ríkir á milli skipulags og innra fyrirkomulags, notagildis, efnisáferða og lita.

Lagðar eru fram tillögur að ákveðnu verki. Þegar fyrstu hugmyndir hafa verið samþykktar af verkkaupa, hefst vinna við aðalteikningar. Því næst eru gerðar sérteikningar og verklýsingar. Verkinu er svo fylgt eftir með verkkaupa samkvæmt samningi.

Meginverkefni mín er heildar innanhússhönnun á heimilum, opinberum stofnunum svo sem skrifstofuhúsnæðum, veitingastöðum, hótelum ofl, auk hönnunar á smærri rýmum, innréttingahönnun, lýsingarhönnun og almenn ráðgjöf sem tengist innanhússkipulagi, húsgagna-, efnis, lýsingar og litavali.

 

 

BERGLIND BERNDSEN
BERGLIND@BEBERNDSEN.IS
(354) 844 0439

 

 

MENNTUN:

2009-2012  |  Listaháskóli Íslands.
Listkennsla og námsgagnagerð (M.Art.Ed.). 

2003 - 2007  |  Fachhochschule Trier / University of Applied Sciences, Þýskaland. Innanhússarkitektúr, Diplom- Ingeneurin FH. (Dipl-Ing)

2002 - 2003  |  Universität Trier,
Þýskaland  |  DSH Prüfung. 

1998 – 1999  |  Iðnskólinn í Reykjavík  | Tækniteiknun. 

1993 – 1998  |  Menntaskólinn í Reykjavík  |  Stúdentspróf frá Nýmáladeild. 

STARFSREYNSLA:

2008 -  |  Sjálfstætt starfandi innanhússarkitekt. 

2007 - 2008  |  Einrúm arkitektar.

2004 - 2006  |  AP teiknistofa.

SAMKEPPNIR OG VERÐLAUN:

Janúar 2006  
|  Tanzclub Gruen-Weiss Schermbeck, dans- og líkamsræktarstöð  |  
1. Verðlaun. Innan- og utanhússhönnun á dans og líkamsræktarstöð í Düsseldorf, Þýskalandi.