Strúktúr
Berglind sá um þáttinn Strúktúr sem sýndur var í Sjónvarpi Símans árið 2018. „Við lögðum upp með að búa til faglega þætti um fólkið okkar, hönnuðina okkar, arkitekta okkar og kynnast þeim og verkum þeirra.“ Þættirnir eru átta talsins þar sem rætt er við valda hönnuði, áhorfendur fá að kynnast verkum þeirra og vinnubrögðum; hvaðan þeir sækja innblástur og örvun, hverjir eru áhrifavaldar og hvað hrífur þá. „Málið er að við eigum svo flott fólk, flotta hönnuði og arkitekta en ég er ekki viss um að margir viti af því, nema kannski við sem erum í geiranum “ segir Berglind í viðtali við mbl.is við útgáfu þáttanna.