Mynd: Gunnar Sverrisson

Mynd: Gunnar Sverrisson

 

,,Einkenni hönnunar minnar eru einfaldleiki og tímaleysi‘‘

Berglind Berndsen er eitt þekktasta nafn innanhússhönnunar hér á landi enda víða komið við á ferli sínum. Hún er fagmenntaður innanhússarkitekt frá Þýskalandi og hefur í verkum sínum fengist við fjölmörg verkefni af ýmsum stærðum. Hún tekst á við verkefni innan veggja heimilisins sem og vinnustaði þar sem hönnun þarf að aðlaga sig þörfum mjög fjölbreytts hóps. Berglind leggur sig fram við að skapa rými sem örva upplifun á sambandi skipulags, notagildis, efnisáferða og lita.

Berglind hefur einfaldleikann að leiðarljósi sem gerir að verk hennar á heimilum, opinberum stofnunum, skrifstofum, veitingastöðum, hótelum o.fl. standast tímans tönn. Einnig tekur hún að sér hönnun og skipulag á smærri rýmum; svo sem hönnun á innréttingum, lýsingu, val á húsgögnum og svo efnis-, lýsingar- og litaval.

Hvernig fer vinnan fram í samstarfi við innanhússarkitekt? Í upphafi verkefnis fer fram hugmyndavinna eftir fund og þarfagreiningu með verkkaupa. Þegar fyrstu hugmyndir hafa verið samþykktar af verkkaupa hefst vinna við verkteikningar og sérteikningar í þeim mælikvarða sem við á og verklýsingar á verkefninu sjálfu. Verkinu er svo fylgt eftir með verkkaupa samkvæmt samningi.

 

Innanhússarkitekt FHI

Listkennsla og námsgagnagerð — M.Art.Ed.

2009 — 2012 Listaháskóli Ísland

Innanhússarkitektúr, Diplom-Ingeneurin FH. — Dipl.Ing. / Master Of Arts (MA).

2003 — 2007 Fachhochschule Trier / University Of Applied Sciences

DSH Prüfung.

2001 — 2003 Universität Trier